Flestir töldu að botninum hjá Lindsay Lohan væru náð en svo virðist ekki vera. Nýverið voru sýndir heimildarþættir um leikkonuna á sjónvarpsstöð Opruh Winfrey en Oprah lagði sig fram við að hjálpa Lindsay eftir að hún losnaði úr sjöttu áfengismeðferðinni sinni.

Það eru fáir eftir í Hollywood sem vilja rétta þessari vandræðastúlku hjálparhönd, en Oprah hélt því fram að enn væri einhver von í ná Lindsay aftur á beinu brautina. Oprah hefur hins vegar líka gefist upp því tökur á þáttunum voru ansi vandasamar þar sem Lindsay átti það til að neita að leyfa tökuliðinu að mynda sig ef það hentaði henni illa, þrátt fyrir að vera búin að þiggja fyrirfram greidd laun fyrir þættina. Þá var tökuliðinu oftar en einu sinni hent út úr íbúðinni hennar fyrirvaralaus og látið bíða í fleiri klukkutíma fyrir utan ef Lindsay komst í uppnám af einhverju tagi.

Í lokaþættinum opnaði Lindsay sig og sagði áhorfendum frá því að hún hafi misst fóstur á meðan tökunum stóð og að það hafi verið ein af ástæðunum fyrir því að hún neitaði tökuliðinu aðgang í tvær viku.

Í nýju viðtali við tímaritað Kode Magazine lét Lindsay Lohan ófögur orð flakka um leikkonuna Jennifer Lawrence sem hefur notið mikilla vinsælla um heim allan. Í viðtalinu fer spyrillinn að fiska eftir skoðun Lindsay á Jennifer, sem er talin vera ein ástsælasta leikkona Hollywood um þessar myndir, en þá kemur sterklega í ljós að Lindsay deilir ekki sömu hrifningu á Jennifer og restin af heiminum.

„She´s so fake and I´m sorry I´m not going to fuck for roles.“

Lindsay heldur því fram að Jennifer sofi hjá til þess að fá öll þessi hlutverk en fæstir trúa þessum ummælum Lindsay. Í heimildaþáttunum má sjá hvernig ungfrú Lohan hefur brennt allar brýr að baki sér því ekki einu sinni umboðsmaðurinn hennar nennir að standa í því að að finna fyrir hana hlutverk.

Hér má sjá stutt myndband úr þætti Lindsay.

http://www.youtube.com/watch?v=Jl1ja02rz0Y

SHARE