Scott Disick kom Kourtney á óvart með bónorði

Kourtney Kardashian (36) varð mjög hissa þegar Scott Disick (32) bað hana um að giftast sér. Það var eitthvað sem Kourtney átti engan veginn von á. Hún hafnaði þessu og sagðist ekki vera tilbúin að fyrirgefa honum.

 

Sjá einnig: Drakk Kourtney Kardashian aðeins of mikið?

Kourtney og Scott hættu saman seinasta sumar eftir að myndir náðust af Scott halda framhjá henni.

Sjá einnig: Scott Disick: Djammar með ólögráða unglingsstúlkum

Scott fór í 30 daga meðferð og er nú í eftirmeðferð sem tekur 60 daga. Hann virðist ekki vera tilbúinn að sleppa Kourtney „sinni“ en hún er eðlilega ekki búin að jafna sig á framhjáhaldinu. Scott ætlar sér að selja húsið sitt í Beverly Hills og flytja í hverfið sem Kris Jenner og Kim Kardashian búa í. Kourtney býr þar í grendinni ásamt börnum þeirra Scott.

 

 

SHARE