Segir Johnny Depp vera föður barns hennar

Það er ýmislegt sem gerist í réttarhöldum Johnny Depp gegn Amber Heard. Margir aðdáendur Johnny sitja og fylgjast með réttarhöldunum og þá sérstaklega honum sjálfum. Horfa á hnakkann á honum í 8 tíma í réttarsal. Það kalla ég metnað, eða allavega mikla aðdáun.

En það gerðist í gær, þegar allir voru að yfirgefa réttarsalinn, en Johnny snýr sér gjarnan að aðdáendum sínum og veifar þeim þegar hann er að yfirgefa réttarsalinn, að kona kallaði: „Johnny, ég elska þig. Sálir okkar eru tengdar.“ Hún var með lítið barn með sér og kallaði líka: „Þetta barn er þitt!“

Konan var umsvifalaust tekin af öryggisvörðum og vísað út úr salnum.

SHARE