Segjum bless við sektarkenndina: Ástæður þess að börn vinnandi foreldra eru í góðum málum

Það geta allir foreldrar tengt sig við þá sektarkennd að vera mikið í burtu frá börnum sínum vegna vinnu eða að eyða tíma fyrir utan heimilið án barna sinna. Það hljómar kannski dramatískt fyrir fólk sem á ekki börn, en bíðið þá bara eftir að fá að upplifa þessa tilfinningu, því þá munt þú skilja hvað við er átt. Þegar þú verður foreldri, munt þú skila að þín helsta köllun er að vera móðir eða faðir.

Vinnandi foreldrar eru sjaldan lausir við samviskubitið sem nagar þau, sama hversu mörg börn þau eiga. Þau eru með samviskubit yfir því að geta ekki eytt eins miklum tíma með börnunum sín eins og þau hefðu viljað.

Hér eru nokkrar góðar ástæður fyrir ykkur foreldra til að sjá málið í aðeins öðru ljósi. Kannski mun það hjálpa ykkur við að minnka samviskubitið sem nagar ykkur í hvert skipti sem þið eruð ekki með börnum ykkar.

gty_working_mom_mt_140915_16x9_992

1. Þau hjálpa börnum sínum að þéna meira í framtíðinni.

Rannsóknir sýna að dætur vinnandi mæðra, þéna 23% meira en dætur þeirra sem vinna heima. Kenningin er að dætur vinnandi mæðra sjá betur hvað þarf til að sjá fyrir fjölskyldu sinni.  Börn vinnandi mæðra læra af þeim að það þarf að leggja ýmislegt á sig til þess að fá hærri innkomu. 

2. Börn þeirra eru umhyggjusamari og ábyrgðarfyllri.

Þau byrja snemma að taka ábyrgð, eiga það til að vera þroskaðri og eiga auðveldara með samskipti úti í samfélaginu. Rannsóknir sýna að 33% barna útivinnandi foreldra eiga það til að taka meiri ábyrgð og að standa sig í erfiðum aðstæðum, á meðan 25% börn heimavinnandi foreldra eiga auðvelt með það.

3. Útivinnandi foreldrar hjálpa börnum sínum við að forgangsraða.

Börnunum þínum langar eflaust til að eyða öllum sínum tíma með þér og kannski óskar þú þess sama. Með öðrum orðum er mikilvægt fyrir þig að fæða börn þín, sjá til þess að þau komist í skólann, komist í tómstundir, læri heima og skipuleggi frítíma sinn. Þar með læra þau að forgangsraða tíma sínum og skipuleggja sig. Þú sérð til þess að þau læri þessa eiginleika af þér, svo þau verði afkastameiri einstaklingar í framtíðinni.

4. Vinnandi foreldrar eyða meiri gæðatíma með börnunum sínum.

Útivinnandi foreldrar reyna sitt besta að hafa þann tíma sem þau eyða með börnum sínum innihaldsríkan og skipuleggja hann þannig að sá tími er gerður með tilgangi. Sá tími sem eytt er á innihaldsríkan hátt verður eftirminnilegri. Börnin læra að kunna að meta allan þann tíma sem þú eyðir með þeim og þar af leiðandi kannt þú meira að meta þau.

5. Útivinnandi foreldrar læra að hætta að bera sig saman við aðra.

Við höfum öll átt það til að bera okkur saman við aðra foreldra. Bestu foreldrarnir hafa það mikið sjálfstraust á uppeldi sínu að þeim er alveg sama um það hvað öðrum foreldrum finnst um uppeldisaðferðir þeirra. Þau reyna einfaldlega að gera sitt besta og sagt er að  besti mælikvarðinn á þínu virði, ætti að koma að innan.

Hættum að hafa samviskubit yfir því að vera útivinnandi foreldrar, því við kennum börnum okkar dýrmætar lífsreglur og búum þannig til grunninn að góðri framtíð fyrir þau. Tími með börnunum er gríðarlega mikilvægur og ber að gæta þess að þau fái færi á að vera í tengingu við foreldra sína eins mikið og tími gefst til.  Svo við skulum heldur ekki gleyma okkur í okkar eigin frama þegar við þurfum að sinna börnunum okkar.

Sjá einnig: Er til hin eina rétta uppeldisaðferð? – Áhugaverðir þættir um mismunandi uppeldisaðferðir

SHARE