Selena Gomez (23) hefur eitthvað verið að sækja í sig veðrið að undanförnu í sjálfsmyndunum og birti þessa mynd af sér, ásamt vinkonum sínum, á Instagram á þriðjudagsmorgun. Myndin sýnir þær vinkonur í einhverskonar dekri og má sjá að Selena hefur sjaldan litið betur út. Hún klæðist aðeins nærbuxum og litlum topp á meðan vinkonur hennar sitja á bakvið í stórum hvítum baðsloppum.
Það eina sem Selena skrifaði við myndina var „Morning“.