Shannen Doherty rakar af sér hárið

Beverly Hills 90210 leikkonan Shannen Doherty (45) hefur verið að berjast við brjóstakrabbamein í töluverðan tíma núna og tilkynnti hún heiminum fregnirnar í ágúst í fyrra. Hún hefur verið dugleg við að leyfa öllum 252.000 fylgjendum sínum að fylgjast með ferli sínu á Instagram reikningi sínum og nú myndaði hún það skref meðferðarinnar að raka á sér hárið.

Sjá einnig: Shannen Doherty greindist með brjóstakrabbamein

Hún setti 6 myndir á Instagram, sem sýndi hana með móður sinni og vinkonu vera að taka af skarið og láta hárð flakka.

Shannon sagði í þættinum The Dr. Oz Show nýverið að hún gæti ekki lengur átt börn eftir þessa meðferð og þurfi að gangast undir aðgerð fljótlega. Hún segir að hún og eiginmanni hennar, Kurt Iswariento sem hún giftist árið 2011 hafi langað í börn saman, en þar sem hún þarf að taka lyf sem kemur í veg fyrir estrogenframleiðslu eru líkurnar á barneignum afar ólíklegar. Hún þarf mögulega að gangast undir legnám, en segir þó að sú tilhugsun sé að venjast, þar sem hana langi frekar til að lifa og eyða lífi sínu með eiginmanni sínum, heldur en að taka áhættuna.

Sjá einnig: 6 venjulegir hlutir sem auka líkur á brjóstakrabbameini

366FA35C00000578-3698948-image-m-31_1469004897849

366FA36C00000578-3698948-image-m-36_1469004985262

366FA36400000578-3698948-image-m-38_1469005016346

366FA36800000578-3698948-image-m-39_1469005027411

366FA37200000578-3698948-image-m-33_1469004925416

366FA37800000578-3698948-image-m-30_1469004873079

315A6AB600000578-3453594-image-a-27_1455831928306

315A9E2A00000578-3453594-image-a-53_1455834629519

315A9E2A00000578-3453594-image-m-55_1455834644455

SHARE