Síamstvíburar stunda alveg kynlíf líka

Lori og George Schappell (61) eru elstu lifandi síamstvíburar í heimi og þó þau séu föst saman á höfðunum hafa þau getað átt sér sitthvort lífið. Lori og George deila um 30 prósent af framheila og blóðvef. Lori er 155 cm á hæð og er við góða líkamlega heilsu en George er um 132 cm á hæð og er með veikan hrygg svo hann getur ekki gengið. Hann er því í einhverskonar hjólastól sem Lori ýtir áfram.

Þegar þau fæddust voru tvíburarnir nefndir Lori og Dori en Dori fór að skilgreina sig sem karlmann árið 2007 og tók upp nafnið George.

Tvíburarnir eru því af sitthvoru kyninu og opnuðu sig um líf sitt í viðtali við The Sun. Lori sagði frá því að hún hefði misst meydóminn þegar hún var 23 ára og átti sinn annan kærasta og hana langaði mikið að eignast börn og eiginmann.

George hefur alltaf stutt systur sína þegar hefur komið að stefnumótum og gefur henni svigrúm til að eiga nánar stundir með kærasta sínum. Lori sagði í viðtalinu: „Þegar ég var á stefnumótum tók George með sér bók og af því að við snúum ekki í átt að hvort öðru gat hann leitt hjá sér alla kossa.“ Hún bætti líka við: „Ég sé ekki að ég ætti ekki að geta átt ástarlíf og líða eins og konu þó ég sé síamstvíburi.“

Lori trúlofaði sig árið 2006 en 4 mánuðum fyrir brúðkaupið lést unnusti hennar þegar ekið var á hann af drukknum ökumanni.

Þetta var ekki í fyrsta skipti sem Lori talaði um að hana hefði alltaf langað í fjölskyldu en hún talaði um það líka í heimildarmyndinni Our Life sem var gefin út árið 1997. Þá sagðist hún vilja eiginmann og börn og George sagði þá: „Lori getur gert hvað sem er því ég reyni bara að láta eins og ég sé ekki þarna og „blokka bara út“.“

SHARE