Eftirfarandi mynd birtist af Kim Kardashian nokkrum dögum áður en dóttir hennar fæddist. Kim skellti sér í bikiní og naut dagsins með vinum sínum við sundlaugarbakka í Los Angeles.
Þjálfari fræga fólksins, Tracy Anderson sagði við slúðurmiðilinn Hollyscoop að á næstu 4-6 vikum myndi Kim taka því rólega:
“Á næstu vikum er mikilvægt að Kim taki því rólega. Konur þurfa að leyfa líkamanum að jafna sig og fara í sama horf og þeir voru eins mikið og hægt er.” – Hún segir líka “Eini kosturinn sem þú hefur til þess að reyna að grenna þig er að gefa barninu brjóst. Ef þú gefur barninu brjóst mun líkaminn fara í fyrra horf upp að einhverju marki, en þú verður ekki jafn grönn eða grennri en þú varst bara með því að gefa brjóst.”
Það er rétt að taka það fram að okkur finnst þetta furðulega orðað hjá þjálfaranum. Brjóstagjöfin er holl móður og barni en flestar mæður ákveða líklega að gefa barni sínu brjóst vegna ávinnings, aðallega fyrir barn og móður en ekki einungis til að léttast.
Hér er myndin af Kim: