Hið 53 ára gamla sjarmatröll, Simon Cowell, hefur átt í nokkrum ástarsamböndum við gullfallegar konur. Þar má til að mynda telja Dannii Minogue og Carmen Electra, en þær hafa báðar verið dómarar í þáttunum X Factor.

Hann hefur hins vegar látið hafa það eftir sér að kynþokkafyllsta kona sem hann hafi séð sé hinsvegar Cheryl Cole. „Þegar ég sá hana í fyrsta sinn ganga inn fannst mér hún vera fallegasta kona sem ég hafði augum litið,“ bætir hann við.

Simon-Cowell-and-Cheryl-Cole

SHARE