Sonur Arnold Schwarzenegger er byrjaður með Miley Cyrus

Patrick Schwarzenegger sonur Arnold Schwarzenegger er byrjaður með söngkonunni Miley Cyrus. Parið komst í blöðin á fimmtudaginn þegar þau sáust kyssast á amerískum fótboltaleik en þau hafa verið að hittast frá því í október á þessu ári.

Patrick opinberaði það í maí árið 2011 að hann hafi verið skotinn í söngkonunni en síðar á því ári áttu þau í stuttu ástarsambandi. Miley Cyrus var á sama tíma sundur og saman með þáverandi kærastanum sínum og leikaranum Liam Hemsworth en hún sleit sambandinu við Patrick til að fara aftur til Liam.

Patrick og Miley hafa verið vinir í mörg ár og svo virðist sem þetta stutta ástarævintýri þeirra árið 2011 hafi ekki truflað þá vináttu. Þegar Miley kláraði síðan tónleikaferðalagið sitt Bangerz um heiminn tóku Miley og Patrick upp þráðinn þar sem þau skyldu hann árið 2011.

 

arnold-patrick-inline

Patrick Schwarzenegger, and Miley Cyrus sighting at USC football game

1415950419711_Image_galleryImage_Miley_Cyrus_and_Patrick_S

SHARE