Stjörnuspá fyrir ágúst 2022 – Krabbinn

Krabbinn
21. júní — 22. júlí

Það er kominn tími til að koma út úr skelinni þinni og tjá þig skýrt og með ásetningi. Um leið og þú byrjar að umgangast fleira fólk í ágúst gætirðu fundið fyrir því að þú átt það til að ofhugsa það sem aðrir segja og segja ekki og láta það trufla þig. Á sama tíma gerist það þegar þú beitir þér fyrir markmiðum þínum, að þú verðir heltekin/n af litlum smáatriðum sem eru ekki svo mikilvæg í stóra samhenginu.

Þú munt standa með sjálfri/um þér í ágúst og læra að þú ert mjög mikilvæg manneskja í lífum margra. Þú þarft að hætta að berja þig niður í huganum og halda ótrauð/ur áfram.