Stjörnuspá fyrir ágúst 2022 – Vogin

Vogin
23. september — 22. október

Þú munt eignast enn fleiri vini og margir þurfa á leiðsögn þinni og samúð að halda í ágúst. Vertu samt viss um að þú getir treyst á vini þína eins og þeir treysta á þig og ekki grafa áhyggju þínar innra með þér. Þú verður að hugsa um sjálfa/n þig fyrst, áður en þú ætlar að hjálpa öðrum. Uppúr 25. ágúst muntu taka mikla u-beygju og þú færð það örlítið á tilfinninguna hvort þú hafir kannski tekið fljótfærnisákvörðun, en þegar þú færð góðar hugmyndir fær ekkert stöðvað þig. Þér líður eins og barni á ný, allt er svo fersk, spennandi og áhugavert og þú þarft bara að vinda þér af stað.

Þú hefur ekki fundið fyrir jafn miklum innblæstri lengi og þú ert skapandi og tekur frumkvæðið að nýjum hlutum. Þú munt einnig vera í leiðtogahlutverki og gefur öðrum innblástur með skynsemi þinni og færð virðingu annarra með því að sýna þeim hversu mikinn eldmóð þú hefur.