Stjörnuspá fyrir ágúst 2022 – Ljónið

Ljónið
23. júlí — 22. ágúst

Mánuðurinn mun hefjast með pompi og prakt og þér mun verða það ljóst hvað þú vilt og með hverjum þú vilt vera. Það verða einhverskonar þáttaskil í sambandi þínu (ef þú ert í samband). Það kemur ekki á óvart þó þú munir taka upp á því að fara ein/n í ferðalag og næra huga þinn og sál. Þó þú sért félagslynd/ur og hress að eðlisfari þarftu stundum á einverunni að halda. Endurheimt og sjálfsást eru þema mánaðarins. Þú vilt frið og sátt og daglegt líf getur verið erfitt og sársaukafullt en þú áttar þig á því að ÞÚ þarft að vera við stjórnvölin í þínu lífi.

Gefðu af sjálfri/um þér og vertu örlát/ur á peningana þína, tíma og fjármagn.