Stjörnuspá fyrir ágúst 2022 – Vatnsberinn

Vatnsberinn
20. janúar — 18. febrúar

Ágúst verður skemmtilegur hjá þér en ekki án þess að þú þurfir að eyða einhverjum peningum. Þú hefur sveiflast mikið í fjármálum, frá því að eiga nóg af peningum eða ekki nóg af þeim. Ágúst mun verða svolítið dýr mánuður hjá þér en þú ert ekki mikið að eyða peningum dagsdaglega í sjálfa/n þig svo það er kannski allt í lagi.

Þú munt vinna svolítið í ástarsambandi þínu þennan mánuðinn og þú verður að muna að sýna fólkinu þínu hversu mikið þú elskar það. Upp úr 22. ágúst muntu fara að vinna í því að brjóta niður veggina sem þú hefur byggt í kringum hjarta þitt.