Stjörnuspá fyrir ágúst 2022 – Steingeitin

Steingeitin
22. desember — 19. janúar

Þú gætir átt í lagalegri baráttu í þessum mánuði og hvort sem þú ert tilbúinn eða ekki geturðu komið þessu öllu saman og baráttan gæti farið þér í vil. Það gengur enginn yfir þig kæra Steingeit og þó þú getir látið þig líta út fyrir að vera hógvær, jafnvel hlédræg/ur, þá ertu verðugur andstæðingur þegar kemur að peningum, pólitík og lagalegum málum.

Þú gætir fengið nýtt áhugamál í þessum mánuði sem kveikja nýja löngun til að fara í sjálfsvinnu. Skoðaðu bækur, farðu á námskeið eða ferðastu á nýjan stað þar sem þú getur dýpkað skilning þinn á viðfangsefnum sem heilla þig.