Stjörnuspá fyrir ágúst 2022 – Tvíburinn

Tvíburinn
21. maí — 20. júní

Aðaláherslan hjá þér í ágúst verður að vinna úr áföllum og/eða fjölskylduerjum sem hafa hvílt þungt á þér. Það er kominn tími til að leyfa því sem er liðið að vera liðið, styrkja fjölskylduböndin og eiga jákvæðari framtíð. Þú gætir verið að fara í ferðalag eða að þú sért að skipuleggja ævintýri framtíðarinnar.

Þú ert að fara að endurheimta það sem þú átt með réttu, sem skiptir þig miklu máli. Þú hefur ekki lengur áhyggjur af því hvað öðrum finnst rétt eða rangt. Þú veist hver sannleikurinn er og vinnur bara með hann. Það stendur enginn í vegi þínum lengur og þegar þú ætlar þér eitthvað og ert ákveðin/n er ekkert sem fær stoppað þig.