Stjörnuspáin fyrir ágúst 2022 – Sporðdrekinn

Sporðdrekinn
23. október — 21. nóvember

Þessi mánuður verður tileinkaður ást og ástríðu og það er fátt sem sporðdrekinn elskar meira en að elska og vera elskaður. Njóttu þess í botn. Þér finnst þú aðlaðandi, sexý og líður vel í eigin skinni.

Ef þú ert hins vegar að jafn þig eftir sambandsslit, hvort sem það er eftir ástarsamband að vinasamband, þá ættirðu að gefa þér tíma til að vinna úr því frekar en að bæla tilfinningar þínar niðri. Taktu eftir því hvernig þú hefur þroskast og hvað þú hefur gengið í gegnum. Þegar þú ert ekki lengur að hugsa um fortíðina mun þér líða betur og þú verður léttari og skýrari í hugsun, sem gerir þér kleift að elta draumana þína.