Stjörnuspá fyrir ágúst 2022 – Nautið

Nautið
20. apríl — 20. maí

Það mun allt ganga þér í hag í vinnumálum í ágúst, en líkt og hjá Hrútnum, er að koma að ákveðnum þáttaskilum. Þú þarft að taka ákvörðun. Þú gætir fengið tilboð um betri stöðu sem gæti samt krafist meiri ábyrgðar sem þú ert kannski ekki alveg til í. Það er eitthvað í stjörnunum sem bendir til þess að þú munir ná ákveðnum áfanga í kringum 11. ágúst. Ef þú notar sköpunargáfu þína og þiggur hjálp frá þínum nánustu muntu ná markmiðum þínum fljótar en ella.

Það mun vera nægur tími í ágúst til þess að leika sér og hafa gaman en það er líka á þessum tímapunkti þar sem þú þarft að taka „fullorðins“ ákvarðanir, alveg óháð því hvaða aldri þú ert á.