Stjörnuspá fyrir ágúst 2022 – Bogmaðurinn

Bogmaðurinn
22. nóvember — 21. desember

Ágústmánuður er tilvalinn fyrir þig til að komast í smá frí þar sem þú getur víkkað út andlegan og líkamlegan sjóndeildarhring þinn, því þú hefur svo mikla ævintýraþrá og lífsþorsta. Eftir 22. ágúst muntu fara að forgangsraða verkefnum þínum og breyta nálgun þinni til að ná markmiðum þínum. Það þarf ekki að vera leiðinlegt að skipuleggja sig.

Þú verður full/ur af eldmóði og átt það til að verða svolítið „OF“ æst/ur, án þess að vilja það. Fólk getur orðið svolítið ógnað af ástríðu þinni og skilur kannski ekkert hvað þú ert að tala um, en kann ekki við að segja það. Lykilatriðið í ágúst á að vera að læra að hafa. hemil á skapi þínu og minnka dómhörkuna.