Stjörnuspá fyrir árið 2022 – Bogmaðurinn

Velkominn til ársins 2022 kæri Bogmaður. Þér mun finnast þú vera með nánast allt þitt á hreinu í byrjun árs, sérstaklega þegar kemur að vinnu og peningum. Á sama tíma muntu dusta rykið af gömlum hugmyndum og endurhugsa hvernig þú getur fengið viðurkenningu fyrir það sem þú gerir. Sem eldmerki ertu mjög opin og ævintýragjörn manneskja. Þú munt snúa baki við því sem hefur verið að trufla þig og ferð að vinna í sjálfri/um þér. Hugleiðsla og innsæi mun hjálpa þér að kynnast þér betur.

Einbeittu þér á nýjum tækifærum og mundu að þakka fyrir allt sem þú átt nú þegar. Hugaðu vel að heilsunni þinni, andlegu og líkamlegu heilsunni. Þetta ár er árið þar sem þú ætlar að upplifa ævintýri. Það gæti jafnvel verið sniðugt að fara í einhverja drauma-afmælisferð þetta árið. Lífið er bara það sem þú gerir það að. Þú ert ekki mikið fyrir að plana framtíðina en á þessu ári ættir þú að plana að eiga besta ár lífs þíns.

Heimildir: horoscope.com