Stjörnuspá fyrir árið 2022 – Ljónið

Velkomin/n í nýja árið kæra Ljón. Á seinasta ári varstu mikið að reyna að deila athygli þinni jafnt á milli vinnu og einkalífs og þér fannst þú alltaf vera að gera hvorugt nógu vel. Á þessu ári verður þér ljóst að þú þarft að gera róttækar breytingar til þess að það verði meira jafnvægi milli þessara hluta lífs þíns.

Þú elskar þegar allra augu eru á þér og það er ekkert að fara að breytast. Ástarmálin munu blómstra á þessu nýja ári en aðeins, og taktu nú eftir, AÐEINS ef þú leyfir því að gerast. Ef þú leyfir þér að elska muntu kynnast nýrri tegund af nánd, sem þú hefur aldrei fundið áður.

Það er mjög líklegt að á seinni hluta ársins muntu þroskast á mjög jákvæðan hátt, sem mun hjálpa þér í öllum hliðum lífs þíns. Til dæmis muntu verða miklu betri í að vinna með öðrum en þú hefur verið.

Heimildir: horoscope.com