Stjörnuspá fyrir árið 2022 – Sporðdrekinn

Velkominn kæri Sporðdreki til ársins 2022. Þú getur átt von á því að sterk sambönd sem þú átt, verði enn sterkari á þessu nýja ári, hvort sem það eru ástarsambönd, vinasambönd eða vinnutengd sambönd. Ef þú ert einhleyp/ur getur þetta ár verið alveg kjörið til að hefja ástarsamband.

Þú munt hafa nóg af tíma til að vinna að metnaðarfullum markmiðum þínum á þessu ári og þú munt þroskast mikið sem manneskja af því þú grípur þau tækifæri sem bjóðast þér. Vertu þolinmóð/ur gagnvart sjálfri/um þér og sýndu þér mildi. Þú lærir ekki allt á sama tíma og þú ættir að nota þennan tíma til að tengja hugann þinn við tilfinningar þínar.

Það er mjög mikilvægt fyrir þig að vera til staðar fyrir þína nánustu í lok árs og þú ættir að gera eitthvað mjög óvænt á afmælinu þínu. Þú elskar að koma fólki á óvart, núna og alltaf.

Heimildir: horoscope.com