Stjörnuspá fyrir árið 2022 – Fiskurinn

Velkomin/n til ársins 2022 kæri Fiskur. Þú ert yfirleitt alltaf mjög bjartsýn og jákvæð týpa og þú getur treyst á innsæi þitt og undirmeðvitund á þessu ári. Um mitt ár færðu tækifæri til að sýna hvers þú ert megnug/ur og þú munt meira að segja koma sjálfri/um þér á óvart.

Þú átt það til að hugsa mikið um það hvernig þú getur fallið inn í fjöldan en þú gleymir því stundum að þú mátt alveg skara fram úr líka. Þú ert stundum aðeins of hógvær og mátt leyfa þér að skína. Þú ert einstök/stakur og átt svo mikla ást skilið svo þú skalt ekki láta annarra manna skoðanir hafa áhrif á sjálfstraust þitt.

Þú ert sterkari en þú heldur og munt finna þinn innri styrk á þessu frábæra ári.

Heimildir: horoscope.com