Stjörnuspá fyrir árið 2022 – Krabbinn

Kæri Krabbi, velkomin/n til ársins 2022. Þú lendir eflaust í því að fólk spyr þig „af hverju ertu svona pirruð/aður?“ Það er af því að Krabbanum er stjórnað af tunglinu svo skap þitt fer upp og niður eins og flóð og fjara. Það er ekkert sem þú þarft að skammast þín fyrir. Þú hefur mikið innsæi og ert viðkvæm sál og ef þú fylgist með gangi tunglsins geturðu kannski skilið skap þitt betur.

Það kemur nýtt tungl í lok júní og það mun gefa þér glænýtt viðhorf. Þú ert upp á þitt besta á sumarmánuðum og þú munt fara að „planta nýjum fræjum“ sem þú munt sinna næstu mánuði. Það er margt til að hlakka til og þú ættir að koma útúr skelinni þinni og njóta góðu hlutanna sem eru að koma inn í líf þitt.

Heimildir: horoscope.com