Stjörnuspá fyrir árið 2022 – Meyjan

Árið 2022 er að byrja kæra Meyja og þú ert til í að fara að gera eitthvað skemmtilegt og ná þeim markmiðum sem þú settir þér á seinasta ári. Þú ert gædd/ur þeim kosti að vera fljót/ur að aðlagast sem gerir þér auðvelt fyrir í lífinu. Þú setur þér markmið og þú nærð því.

Þú verður samt að læra að slaka á, hægja aðeins ferðina. Þú munt skipuleggja fjármálin þín betur á þessu ári og það mun bara vera til góðs fyrir þig. Öll sambönd sem þú átt, hvort sem það eru vinasambönd, viðskiptasambönd eða ástarsambönd munu eflast á árinu og mundu líka að leita til fólks ef þig vantar aðstoð eða bara einhvern til að hlusta.

Í lok sumars muntu finna fyrir sterkri löngun til að koma öllu í rétt horf og munt fara í að henda hlutum, þrífa og skipuleggja heima fyrir. Passaðu upp á heilsuna og ef það er eitthvað að angra þig skaltu fara til læknis og ekki humma það fram af þér.

Heimildir: horoscope.com