Stjörnuspá fyrir árið 2022 – Vogin

Velkomin/n til ársins 2022 þú dásamlega Vog. Þú munt hefja árið aðeins þreyttari en þú hefðir viljað en það er allt í lagi. Þú munt leita í kjarnann þinn til að núlstilla þig og ná kröftum þínum upp aftur og mundu að tala við fólkið í kringum þig. Þú ert einbeitt/ur í að ná ákveðnum markmiðum og þú munt ná þeim af því þú ert svo drífandi.

Um mitt ár muntu horfast í augu við gamla djöfla og ótta sem þú hefur haft lengi. Þú munt koma útúr því sterkari og vísari en áður, ekki hafa áhyggjur.

Þú ert ofsalega góð/ur í að sjá hluti frá öllum sjónarhornum sem gerir þig að góðum sáttasemjara og þú ert frábær í að leysa úr flækjum. Þú getur stundum átt erfitt með að taka ákvarðanir en þú ert svo góð/ur í að finna leið sem hentar öllum, hvort sem það tengist fjölskyldunni eða vinnuumhverfinu.

Heimildir: horoscope.com