Stjörnuspá fyrir árið 2022 – Vatnsberinn

Velkomin í nýja árið kæri Vatnsberi.Ef þú hélst að þú myndir byrja árið 2022 með fullt af orku, gæti verið kominn tími til að endurskipuleggja þá sýn, því fyrstu vikurnar gætir þú verið frekar orkulaus. Þú þarft að vinna í sjálftraustinu og markmiðum þínum og hvernig þú vilt kynna þau fyrir heiminum. Þegar þú ert búin/n að því muntu fara að fá innkomu fyrir það sem þú gerir vel, í hvaða formi sem það er.

Ef þú leyfir þér að vera berskjölduð/skjaldaður muntu komast að því hverjir eru í raun þínir nánustu. Mundu líka að fyrirgefning snýst ekki bara um að segja fyrirgefðu, heldur verður þú líka að sleppa tökum á þeim byrðum sem þú hefur verið að draga á eftir þér. Þú hefur ekki verið að hugsa alveg nógu vel um líkamann þinn og verður að passa að næra þig vel og hreyfa þig.

Ekki eiga leyndarmál. Þau eru aldrei góð og búa bara til álag sem þú þarft ekki á að halda.

Heimildir: horoscope.com