Stjörnuspá fyrir árið 2022 – Nautið

Velkomin/n til ársins 2022. Þú elskar nýja og ferska byrjun en þér gæti fundist fyrstu vikur ársins frekar erfiðar. Plánetan Venus veldur því að þér gæti fundist þú vera að staðna í ástarlífinu og jafnvel líka í peningamálum. Janúar er ekki rétti tíminn til að taka stórar ákvarðanir svo þú skalt forðast það. 2022 er ár umbreytinga hjá þér. Þú þráir nánd meira en nokkru sinni fyrr og þráir traustan grunn í rómantískum samböndum þínum. Þú ert jarðmerki og þarft að vera í samskiptum við fólk sem er þægilegt en ekki fólk sem er alltaf til í átök. Í apríl verður góður tími til að ræða um að fara að búa, ganga í hjónaband, eða taka álíka ákvarðanir í ástarsambandinu.

Þú gætir kynnst nýju fólki í lok apríl eða byrjun maí og kannski hætt að vera í samskiptum við aðra vini sem hafa verið að taka meira af þér en þeir eru að gefa þér. Þetta er allt til hins besta, ekki hafa áhyggjur. Þér finnst gaman að halda upp á afmælið þitt og sem jarðmerki kanntu að meta góðan mat, gott vín og frábært kynlíf. Haltu þig fá allri dramatík.

Í byrjun júní verður þú slök/slakur og lífið flæðir áreynslulaust. Þú munt hafa mikið að gera og þú ert full/ur af andagift og kemur miklu í verk og það verður lítið drama hjá þér. Þú munt læra á þessu ári, með hjálp Úranusar, að vera opnari fyrir nýjungum. Það er kannski ekki auðvelt en það er gott fyrir þig og þú munt vaxa sem manneskja.

Heimildir: horoscope.com