Stjörnuspá fyrir árið 2022 – Tvíburinn

Elskulegi Tvíburi, vekomin/n til ársins 2022. Merkúr mun hafa áhrifa á samskipti þín, hugsanir og félagsfærni þína á þessu ári. Þú hefur tilhneigingu til þess að vera alltaf að drífa þig en á þessu ári muntu þurfa að hægja aðeins á þér. Taka nokkur skref afturábak og skoða hlutina frá öðrum sjónarhornum. Það mun gera það að verkum að þú munt koma meiru í verk en ella. Á sumarmánuðum verður þú alveg einstaklega hamingjusöm/samur. Þú hefur gengið í gegnum allskonar síðastliðið ár og þú ert tilbúin í nýtt upphaf.

Þú hefur þann hæfileika að sjá fyrir hluti sem aðrir taka ekkert eftir, sem gefur þér svolitla forgjöf, bæði í vinnu og í einkalífinu. Nýttu þér hvað þú ert virk/ur og skapandi andlega til að ná árangri sem er meiri en það sem þú getur ímyndað þér.

Orð eru mjög heilandi og þú hefur hæfileika til að tala og skrifa. Þú ættir að gera meira af því og skrif þín geta veitt öðrum innblástur og hvatningu.

Heimildir: horoscope.com