Stjörnuspá fyrir árið 2022 – Steingeitin

Velkomin til ársins 2022 kæra Steingeit. Þú ert dugnaðarforkur og munt þurfa að vinna í hóp í byrjun árs. Þér finnst það ekki alltaf auðvelt en þetta mun ganga vel. Þú munt þurfa að skoða sambönd þín í ár og ákveða hvaða sambönd þú vilt halda í og hvaða sambönd þú vilt halda í. Ný sambönd sem þú munt mynda munu vera sterk og byggð á góðum grunni.

Þú munt vera minnt/ur á að hægja á þér og finna jafnvægi í lífinu. Skrifaðu í dagbók, pantaðu tíma hjá sála eða byrjaðu að hugleiða. Allt þetta mun kenna þér margt um sjálfa/n þig og auka sjálfstraust þitt.

Notaðu afmælismánuðinn þinn til að hitta fólk sem þér þykir vænt um og sýndu á þér nýjar og skemmtilegar hliðar. Hafðu trú á sjálfri/um þér og reyndu að detta ekki alltaf aftur í sama gamla farið.

Heimildir: horoscope.com