Stjörnuspá fyrir árið 2022 – Hrúturinn

Kæri Hrútur, velkominn til 2022 Mundu að þú ert fyrsta stjörnumerkið í stjörnufræðunum og það gerir það að verkum að þú veist hvað þú vilt og færð yfirleitt allt sem þú vilt. Ef þér hefur fundist þú standa í stað í ástarmálunum nýverið þá mun það taka breytingum í lok janúar og er það ástarplánetunni Venus að þakka. Þú munt vinna í sambandinu, ef þú ert í sambandi, og leysa úr þeim erfiðleikum. Ástin mun því blómstra í kringum Valentínusardaginn.

Þú ert eldmerki og nærist á athygli og það er ekkert endilega slæmt. Þú átt skilið að líða sem þú sért einstök/stakur á afmælisdaginn þinn vegna þess að þú ert það. Þú ert bjartsýn/n, hugrökk/rakkur og ákveðni þín veitir öðrum innblástur. Þú munt eiga svakalega áreynslulaus samskipti í apríl bæði við maka og vini.

Í maí gæti verið góður tími til að sækja um launahækkun í vinnunni. Allsnægtir verða svolítið þemað á þessu ári, en þú þarft að passa þig að vera ekki of ýtin/n þegar þig langar í eitthvað, en mundu líka að þú verður að biðja um það sem þú vilt, fólk les ekki hugsanir þínar. Þú ert með mikið keppnisskap en verður að passa að láta það ekki hlaupa með þig í gönur og halda þig frá ágreiningi. Þroskaður Hrútur veit hvenær hann á að veita mótspyrnu og hvenær hann á að sýna samstarfsvilja.

Heimildir: horoscope.com