Stjörnuspá fyrir nóvember 2021 – Ljónið

Hvort sem við trúum því eða ekki, þá er október að verða búinn og nóvember að taka við. Mánuðurinn fyrir jól! Án þess að við viljum vera að stressa ykkur upp. Jólin koma á sama tíma og alltaf, hvort sem þú sért „búin/n að öllu“ eða ekki.

En það er ennþá nógur tími og við höfum allan nóvember til að hugsa um núna. Hvað segja stjörnurnar okkur um þennan skemmtilega mánuð?

Ljónið

24. júlí – 23. ágúst 

Það er kominn tími á að þú nálgist ást og sambönd á glænýjan hátt. Það þýðir að þú hættir að horfa á útlitið og yfirborðið þegar þú tengist manneskju.

Sambandið sem þig hefur alltaf dreymt um getur verið með manneskju sem þú hefur aldrei hugsað um á rómantískan hátt. Vertu tilbúin/n að vera ekki alltaf að leita að „fullkomnun“ því annars muntu kannski aldrei finna manneskjuna fuyrir þig.

Það skiptir í raun og veru aldrei máli hvernig sambandið lítur út utanfrá, fyrir öðrum. Það eina sem skiptir máli er hvernig sambandið er „að innan“. Hafðu það að leiðarljósi í framhaldinu.

Heimildir: Myimperfectlife.com og yourtango.com