Stjörnuspá fyrir október 2020

Dagarnir eru að verða styttri og næturnar dimmari og þrátt fyrir óvissuna eru samt sem áður fullt af spennandi hlutum framundan.

Hrúturinn 

21. mars – 20. apríl

Þú ert full/ur af orku þennan mánuðinn og finnst þú geta tekist á við hvað sem er, sérstaklega í málefnum sem tengjast vinnunni þinni. Keppinautar þínir ættu að passa sig. Passaðu samt að eldmóður þinn verði ekki til þess að þú virkir miskunnarlaus. Mundu að fólkið sem styður við bakið á þér, þegar þú ert á uppleið, mun ekki endilega vera með þér á leiðinni niður.

Seinni partur mánaðarins verður frekar rólegur og þú ættir að gefa þér tíma til að huga að fjölskyldunni og þá sérstaklega maka þínum.

Ef þú vilt eða þarft að gera einhverjar breytingar er gott að gera það upp úr 20. október.

Nautið

21. apríl – 21. maí

Einhverjar breytingar sem þú gerðir um mitt seinasta ár eru að angra þig og hafa aldrei verið til góðs. Aðeins þú og jafnvel fjölskylda þín vita um þessa breytingu. Þið finnið fyrir létti með að þessu sé að ljúka og allt fer að falla í ljúfa löð.

Það eru stórkostlegir tímar fyrir þig núna og þú ættir að nýta þér það til fulls.

Sjá einnig: Stjörnumerkin – Hvernig slakar þú á?

Tvíburinn

22. maí – 21. júní

Þú átt það til að gera kjánaleg og kæruleysisleg mistök sem tefja fyrir þér og það verður svolítið þannig í október. Andaðu djúpt, slakaðu á og taktu tíma fyrir þig.

Kæruleysi og einbeitingaleysi getur verið stórt vandamál og þú átt erfitt með að takast á við það.

Þú þarft ekki að flýta þér, svo þú ættir að gefa þér góðan tíma og einbeita þér. Þú munt eiga auðveldara með að einbeita þér eftir miðjan mánuð en þá taka við ný og skemmtileg verkefni. Ef þú þarft hjálp, ætti ekki að vera mikið mál að finna réttu manneskjuna í verkið.

Krabbinn

22. júní – 23. júlí

Þú hefur ekki mikinn tíma til að gera það sem þér finnst skemmtilegast þessa dagana. Fjölskyldan, vinirnir og vinnufélagar taka mestan tíma þinn. Það verður samt mjög gefandi fyrir þig að uppfylla kröfur annarra og þér mun finnast það vera vel þess virði þegar upp er staðið.

Fólk frá öðrum löndum mun koma inn í líf þitt og þú munt eignast nýja vini mjög hratt.

Það eru áhugaverðar og litríkar vikur framundan.

Ljónið

24. júlí – 23. ágúst 

Fjármálin verða í brennidepli hjá þér í október. Þú munt fá tækifæri til að fjárfesta á einhvern hátt, hvort sem það er með tíma eða peningum. Það mun borga sig fyrir þig.

Reyndu að halda fótunum á jörðinni, allavega öðrum þeirra, sérstaklega ef þú sérð eitthvað sem þig langar að kaupa. Er það eitthvað sem þú þarft að eiga? Þú ert yfirleitt með gott innsæi varðandi svona en kannski ekki alveg í október.

Þú ferð að koma auga á ný tækifæri sem verða þér mjög mikilvæg, bæði persónulega og vinnulega.

Meyjan

24. ágúst – 23. september

Sambandið þitt verður í forgangi í þessum mánuði. Að minnsta kosti til 20. október. Það eru jákvæðir og hamingjuríkir tímar framundan og ef þið hafið tíma til að vera saman, njótið þess. Þið munuð uppgötva að tíma ykkar er vel varið, saman.

Námsmönnum í Meyjumerkinu mun ganga mjög vel í október, sérstaklega seinustu vikuna í mánuðinum.

Sjá einnig: Stjörnurnar þá og nú – Myndir

Vogin

24. september – 23. október

Forðastu að borða mjög fituríkan mat í október. Allavega til 20. október. Meltingin þín verður einstaklega viðkvæm þessa daga og þess vegna betra að halda sig frá öllum óþarfa efnum í fæðunni.

Ef þú ákveður að prófa að fasta til að losa þig við eiturefni úr líkamanum, muntu finna mikinn mun á þér í lok mánaðarins.

Eftir 20. október fer athygli þín frá heilsunni þinni yfir á sambandið þitt. Nú er góður tími til að líta yfir sambandið og sjá hvernig það gengur.

Sporðdrekinn

24. október – 22. nóvember

Einhver eldri manneskja, hvort sem það er skyldmenni eða samstarfsfélagi, verður þér mjög mikilvæg í þessum mánuði. Hlustaðu á ráðleggingar þessarar manneskju og taktu mark á henni. Þér kann að finnast skoðanir hans/hennar vera pínulítið gamaldags en taktu samt mark á þeim.

Nýttu þér reynslu þessarar manneskju og þekkingu. Allt tekur sinni tíma og þú verður að sýna þolinmæði.

Bogmaðurinn

23. nóvember – 21. desember

Þú ert eitt af þeim stjörnumerkjum sem átt erfitt með að vera kyrr. Nú er samt æðislegur tími til að hlaða rafhlöðurnar þínar. Slakaðu á eins mikið og þú getur þennan mánuðinn, lestu góða bók ef þú hefur tíma.

Eftir 20. október geturðu leyft þér að fara aftur í 5. gír og vera Bogmaðurinn á ný, með glampa í augum, tilbúin/n að takast á við hvað sem er í veraldlegu lífi og tilfinningalegu lífi.

Steingeitin

22. desember – 20. janúar

Vanalega ertu ekki mjög óákveðin manneskja en í þessum mánuði muntu eiga mjög erfitt með að gera upp hug þinn. Ekki láta þetta draga þig niður. Þetta er ekki rétti tíminn til að vera í miklum hasar, hvort sem það er á tilfinningalegan máta eða annan.

Notaðu athygli þína til að gera aðra hluti, allavega þangað til október er hálfnaður. Þá mun einhver eða eitthvað hjálpa þér að ákveða þig og þú sérð framhaldið skýru ljósi.

Ákvörðunin sem þú tekur mun vera sú rétta.

Sjá einnig: Stjörnumerkin – Hvernig slakar þú á?

Vatnsberinn

21. janúar – 19. febrúar

Ef þú hefur verið sakaður/sökuð um að vera þrjósk/ur, skaltu taka þær ásakanir alvarlega. Nú er ekki tími til þess að vera óhagganleg/ur. Leggðu harðar að þér en vanalega til að halda opnum hug. Þú munt sjá allt í skýrara ljósi þegar þú hefur slakað á og virt kosti og galla fyrir þér.

Gefðu þér tíma til að skemmta þér, það er mjög mikilvægt.

Fiskurinn

20. febrúar – 20. mars

Fjárfestingar þínar, stórar eða smáar, munu bera sinn ávöxt í þessum mánuði. Notaðu þennan tíma til að víkka sjóndeildarhringinn og takast á við nýjar áskoranir. Sjálfstraust þitt verður gott og þú ert í góðu jafnvægi til að takast á við nýja hluti.

Seinni hluta októbermánaðar, muntu hafa varann á þér og hugsa aðeins meira áður en þú tekur mikilvægar ákvarðanir. Þetta er jákvætt því þetta mun koma í veg fyrir að þú farir fram úr þér.

Rómantík og heilsa á að vera í fyrirúmi í október.

Heimildir: wisehoroscope.org

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here