Stórslasaður eftir að snákur kom upp úr klósettinu

Betur fór en á horfðist eftir að maður að nafni Attahaporn Boonmakchuay slapp með naumindum frá snákaárás, en dýrið hafði legið í leyni í klósetti hans.  Maðurinn settist eins og vaninn var á klósettið á heimili sínu og bjóst ekki við því sem gerðist næst. Skriðdýrið lét til skarar skríða og lét vaða í dýrmætustu djásn mannsins.

Sjá einnig: Snákur étur krókódíl í Queensland Ástralíu – Myndband

Maðurinn rak upp gríðarleg öskur við þennan skelfilega atburð, en kona hans rauk til og reif upp baðherbergisdyrnar, til þess eins að koma að manni sínum berjast við fjögurra metra langan snák, sem hékk á kynfærum mannsins. Hann segist þó vera feginn því að hafa tekið sér tíma til að fjarlægja skoltinn af dýrinu úr klofinu á sér, í stað þess að rykkja því úr.

Maðurinn liggur nú stórslasaður á sjúkrahúsi, en gert er ráð fyrir að hann muni ná sér, mestmegis að fullu.

Sjá einnig: Einn dropi af eitri úr snáki í mannsblóð

Björgunarmenn þurftu að fjarlægja klósettið, því snákurinn sat þar fastur, en er hann nú kominn aftur úr í náttúruna á tóman maga.

Sjá einnig: 19 dýrategundir sem verða flestum mönnum að bana

 

h

hh

SHARE