Súkkulaðimöffins með dásamlegu bananakremi

Þessi fallega uppskrift kemur frá snillingunum hjá Matarlyst.

Súkkulaðimöffins með dásamlegu bananakremi toppuð með súkkulaði ganache

Hráefni kaka

250 g hveiti
400 g sykur
126 g kakó
1½ tsk lyftiduft
1½ tsk matarsódi
1 tsk salt
2 egg
200 g mjólk
110 g olía t.d isio4
4 tsk vanilla extrakt eða vanilludropar
120 g volgt vatn
120 g volgt kaffi uppáhelt (má nota vatn í staðinn)

Aðferð

Hveiti, sykur, kakó, lyftiduft, matarsódi, og salt er sett í hrærivélaskálina blandið saman með háfnum þar til komið er saman. Bætið út í eggjum, mjólk, olíu og vanillu hrærið saman í 1½mín. Bætið í lokin út í vatni og kaffi athugið að blandan er verður þunn. Setjið í könnu og hellið í muffinsform (gott er að nota muffinsform úr járni setja pappaformin ofaní það veitir góðan stuðning og kökurnar verða fallegri, eða kaupa stinn form eins og eru hér á myndinni.)
Uppskriftin er u.þ.b 16 til ca 22 kökur fer eftir stærð á formum. Bakið við 180 gráður og blástur í u.þ.b 20-30 mín, fer eftir stærð gott er að stinga prjón ofaní eina eftir 20 mín, ef hann kemur þurr upp eru kökurnar klárar. Kælið kökurnar alveg áður kremið er sett á.Bananasmjörkrem


Hráefni

250 g smjör við stofuhita
300 g flórsykur
1 tsk vanilludropar
2 -3 bananar stappaðir

Aðferð
Þeytið smjör í 2 mín, bætið út í hrærivélaskálina flórsykri og vanilludropum þeytið áfram í u.þ.b 10 mín. Stappið banana vel bætið út í vinnið saman á lágum hraða um stund. Setjið í sprautupoka og sprautið yfir kökuna. (stúturinn sem ég notaði er opinn hringur þ.e án mynsturs).

Súkkulaði ganache

Hráefni

150 g suðusúkkulaði
¾ dl rjómi

Aðferð

Saxið súkkulaðið mjög smátt, setjið í skál. Setjið rjómann í pott hitið upp að suðu hellið ofan á súkkulaðið.Látið standa í 2 mín óhreyft, hrærið svo í þar til slétt og fellt. Látið standa á borði um stund eða þar til það hefur kælst niður, því ekki er hægt að setja of heitt súkkulaði yfir kremið, það lekur þá niður. Setjið súkkulaðið á kökuna með t.d matskeið eða mjólkurkönnu, hellið úr henni efst á toppinn og það lekur niður. Ath. Kælið kökubotninn áður en bananakremið er sett á, og súkkulaðið ekki heitt.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here