Sveltandi dýr fá mat úr lofti

Sætum kartöflum og gulrótum hefur verið kastað úr loftförum, yfir svæðið sem skógareldar hafa logað, þar sem mörg villt dýr hafa verið að svelta.

Stjórnvöld í New South Wales fór af stað með þetta verkefni sem þeir kalla „Operation Rock Wallaby“. Markmið verkefnisins er að fæða kengúrur, kóala birni og fleiri dýr.

Hingað til hafa loftförin sleppt meira en 2 tonnum af grænmeti yfir svæðin. Matt Kean umhverfisráðherra sagði í samtali við MailOnline, að þó dýrin hafi náð að flýja eldinn séu þau núna í nýju og óþekktu umhverfi og þess vegna án matar.

„Kengúrurnar eiga erfitt nú þegar vegna þurrka og við verðum bara að aðstoða þær,“ sagði Matt jafnframt. Hann sagði líka að þeir munu hafa auga með dýrunum áfram og reyna hvað þeir geta til að hjálpa þeim að lifa þessa erfiðleika af.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here