Hún heitir Maddie Ziegler og er orðin 14 ára gömul, en hún skaust upp á stjörnuhimininn þegar þú byrjaði að dansa fyrir söngkonununa og lagahöfundinn Sia í tónlistarmyndböndum hennar og á sviði. Hún dansaði í myndbandinu við lagið Chandalier þegar hún var 11 ára gömul og síðar í Elastic Heart með Shia LaBeof, en það myndband vakti mikla gagnrýni fyrir aldursmun þeirra.

Sjá einnig: Sia: Vill ekki sýna andlit sitt

Maddie hefur verið að dansa frá því hún var tveggja ára gömul og er hún gríðarlega hæfileikarík, eins og mörg okkar hafa séð. Hún er einkennandi í tónlistarmyndböndum Sia fyrir að vera með hárkollu, keimlíkri þeirri sem Sia er með þegar hún kemur fram og í húðlituðum samfestingi, en hæfileikar hennar eru ekki bara dans. Hún hefur nýverið tekið að sér hlutverk í Austin & Allen, Pretty Little Liars og örðum verkefnum, svo það er ekki annað að sjá en að þessi hæfileikaríka stelpa eigi framtíðina fyrir sér í Hollywood.

Sjá einnig: Shia Labeouf glápir á mig – Myndband

 

0653d0de-7b96-4947-9866-e4af906f8d21_tablet

af55e91b-692c-4050-9449-832efc8aaef7_tablet

8f23c069-b876-4e8c-9091-fedc6279a8e1_tablet

madd

SHARE