Það er sennilega ekki tekið út með sældinni að eiga heimsfræga vinkonu eins og Kylie Jenner. Kylie er með milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum á borð við Snapchat og Instagram og er hún afar virk í að setja inn bæði myndskeið og myndir. Þrátt fyrir frægðina virðist Kylie ekki búa svo vel að vera sífellt með ljósmyndara til taks og þarf, eins og við hin, stundum að fá vini sína til þess að aðstoða sig. DailyMail birti á dögunum myndir þar sem vinkona Kylie er að mynda hana í bak og fyrir – og virðist vinkonan vera orðin frekar leið á starfi sínu sem ljósmyndari.
Sjá einnig: Tyga hélt framhjá Kylie Jenner með fyrirsætu