„Það var ógeðslegt“ – Kirsten Dunst um þegar hún kyssti Brad Pitt

Munið þið eftir því þegar Kirsten Dunst kyssti Brad Pitt í kvikmyndinni Interview with the Vampire? Það hafa örugglega margar stúlkur öfundað Kirsten af því að fá að kyssa hann en henni fannst það ekki mjög merkilegt.

Í nýlegu viðtali við Kirsten í blaðinu Bullett vegna nýju myndar hennar, Upside Down, segir Kirsten að henni hafi þótt þetta allt frekar ógeðslegt, enda var stúlkan bara 11 ára gömul.

„Hann var með sítt hár og frekar hippalegur gaur og það voru allir að segja við mig að ég væri svo heppin að hafa kysst Brad Pitt en mér fannst það bara ógeðslegt,“ segir Kirsten. „Ég kyssti engan annan fyrr en ég varð 16 ára, minnir mig, ég var frekar seinþroska.“

 

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here