Það eru ekki margir dagar frá því að Kylie Jenner (18) og Tyga (26) hættu saman, en Kylie lætur sér ekki leiðast og er kominn með nýjan upp á arminn.

Sjá einnig: Kylie fer á djammið eftir sambandsslitin

Sá nýji er hin rísandi stjarna, Kanadíski rapparinn PartyNextDoor eða réttu nafni Jahron Anthony Brathwait (22). Þau hafa verið vinir um þónokkurt skeið en hafa orðið mun nánari á síðustu dögum eftir sambandsslit Kylie.

Samfélagsmiðladrottningin og rapparinn birtu mynd af sér saman á Instagram, þar sem þau voru að bera saman demantslögðu Rolex úrin sín.

Margar ástæður eru fyrir því að Kylie hætti með Tyga og sumir halda að höfuðpaurinn Kris Jenner hafi ýtt á eftir sambandsslitunum fyrir fjölskylduna. Ástæðan var ekki bara vegna þess að bróðir Kylie, Rob, á von á barni með barnsmóður Tyga, heldur var Kylie hreinlega orðin hrædd um að fá kynsjúkdóm vegna lauslætis Tyga.

Sjá einnig:Kylie Jenner: Hundleiðinleg við unga aðdáendur

Screen Shot 2016-05-18 at 08.46.39

 3453AEF800000578-3596288-image-a-23_1463557681246

Sjá einnig: Tyga hélt framhjá Kylie Jenner með fyrirsætu

3453B1F200000578-3596288-image-m-25_1463557702781

SHARE