Þvær hár sitt afar sjaldan

Kim Kardashian er örugglega mjög lengi að hafa sig til á morgnana. Það getur bara ekki annað verið. Hún sagði frá því á Instagram að eitt af hennar fegurðarleyndarmálum er að hún þvær hárið sitt afar sjaldan.

kimk

„Eitt af því sem mér finnst gott að grípa í er stíft tagl. Yfirleitt þvæ ég hárið mitt bara á svona 3-5 daga fresti og á þriðja eða fjórða degi skelli ég því bara í tagl. Ég slétta hárið fyrst mjög vel með sléttujárni,“ skrifaði Kim.

SHARE