Transmaður eignast barn

ASH Schade frá Vestur Virginíu í Bandaríkjunum var í miðjum klíðum að fara í gegnum ferlið að leiðrétta kyn sitt þegar hann komst að því að hann var barnshafandi. Hann hafði átt einnar nætur gaman sem varð til þess að hann varð barnshafandi og það var mikið áfall fyrir hann. „Að vera ófrísku transmaður var virkilega erfitt félagslega. Fólk var að reyna að beita mig þrýstingi til að fara í fóstueyðingu, en ég vissi bara að þetta var barnið mitt.“ Ash segist hafa orðið fyrir miklum augngotum á meðgöngunni og dómhörku frá þeim sem stóðu honum nærri.

Sjá einnig: Fálki ræðst á vinnandi menn

Eiginmaður Ash í dag, Jordan, kom inn í líf hans á meðgöngunni veitti hann Ash mikinn stuðning og kom lítið stúlkubarn í heiminn sem fékk nafnið Ronan.

SHARE