Verið er að rannsaka töframanninn David Blaine vegna ásakanna tveggja kvenna um að hann hafi misnotað þær kynferðislega.

Samkvæmt Daily Beast er lögreglan í New York að skoða þetta mál en David hefur ekki verið handtekinn. Önnur kvennanna segir að David hafi misnotað hana í íbúð hans í Manhattan árið 1998.

Lögreglan í New York tekur nauðgunarmál og misnotkunarmál mjög alvarlega og við hvetjum alla sem brotið hefur verið á, til að tilkynna það til lögreglu svo hægt sé að rannsaka það,

segir Phil Walzak, talsmaður lögreglunnar í New York.

SHARE