,,Vafflaðu” Pågen snúðana þína & þeir verða einfaldlega dásamlegir

Ég hef heyrt því fleygt að það sé ægilega gott að setja Pågen snúða í örbylgjuofn í fáeinar sekúndur – þá verði þeir alveg eins og nýkomnir úr ofninum. Ég bý ekki svo vel að eiga örbylgjuofn. Ég kveikti í mínum síðasta sumar þegar ég var að gera tilraun til þess að búa til súkkulaðiköku í bolla. Bakaða í örbylgjuofni. Sú tilraun heppnaðist illa. Eldglæringarnar, maður lifandi! En það er önnur saga.

Sjá einnig: Geggjaðir Pågen kanilsnúðar með hvítu súkkulaði & karamellu

Ég dó þó ekki ráðalaus og reif bara fram vöfflujárnið. Hitaði það vel, smellti slatta af Pågen snúðum í járnið og lokaði því í örfáar sekúndur.

IMG_9338

IMG_9339

Þetta er eiginlega með betri hugmyndum sem ég hef fengið. Snúðarnir urðu stökkir að utan, mjúkir að innan og hreint út sagt unaðslegir. Það þarf bara að passa að loka járninu ekki of lengi – nokkrar sekúndur í heitu járni duga.

IMG_9347

IMG_9351

IMG_9363

Dásamlega fljótlegt og hrikalega ljúffengt.

SHARE