Dóttir Pierce Brosnan, Charlotte Brosnan, lést á föstudaginn á heimili sínu aðeins 42 ára gömul, einu ári yngri en móðir hennar, Cassandra Brosnan en hún lést 43 ára árið 1991. Þær létust báðar úr krabbameini í eggjastokkum.

Pierce sagði í gær: „Charlotte barðist við krabbameinið með stolti og æðruleysi, hugrekki og dyggð. Hjörtun okkar syrgja þessa fallegu, kæru stúlku. Við biðjum fyrir henni og fyrir því að það finnist lækning við þessu meini fljótlega. Við þökkum allar samúðarkveðjurnar.“ 

Pierce ættleiddi Charlotte og bróður hennar Christopher eftir að hann kvæntist móður þeirra, Cassandra. Hann var við tökur á mynd erlendis, en flaug til Bretlands til þess að vera við hlið dóttur sinnar þegar hún lést.

SHARE