Síðustu daga hefur allt verið í hers höndum í Kardashian fjölskyldunni. Ástæðan er að Rob Kardashian (28) er farinn að hitta „óvin“ fjölskyldunnar, Blac Chyna (27). Kardashian systurnar eru öskureiðar við bróður sinn, en Blac Chyna er barnsmóðir Tyga sem er kærasti Kylie Jenner.
Sjá einnig: Blac Chyna: ,,Rob Kardashian er betri í bólinu en Tyga“
Það nýjasta sem er að frétta af þessu máli er að nú hafa systurnar beðið móður sína að afneita Rob, til þess að reyna að stía nýja parinu í sundur.
Heimildarmaður HollywoodLife sagði:
Stelpurnar sjá þetta sem stríð og vilja að öll fjölskyldan loki á öll samskipti við Rob. Þær þrýsta á Kris og vilja að hún segi við Rob að hann verði að velja á milli fjölskyldunnar og Blac. Þær halda að Kris muni gera þetta en það er ólíklegt. Rob er sonur hennar og hún elskar hann og er ekki að fara að afneita honum af því að hann er að hitta Blac.