Raunveruleikastjarnan Kylie Jenner er víst mjög spennt fyrir því að fá að sitja fyrir í Playboy. Það er þó ein manneskja sem hyggst koma í veg fyrir að Kylie prýði síður tímaritsins umdeilda og er það stóra systir hennar, Kim nokkur Kardashian. En Kim var sjálf forsíðustúlka Playboy árið 2007.

Sjá einnig: Kylie Jenner – Drottning samfélagsmiðlanna

kim-kardashian-playboy

Tímaritið Life & Style kallar Kim hræsnara og segir hana vera öfundsjúka út í Kylie. En Kim á víst mjög erfitt með að horfast í augu við það að litla systir hennar sé að verða vinsælli en hún. Heimildarmaður tímaritsins segir:

Kylie lætur afbrýðisemina í Kim ekkert á sig fá. Það gerir hana bara ennþá ákveðnari. Kylie er meira að segja búin að velja sér ljósmyndara, hún mun sitja fyrir í Playboy – alveg sama hvað Kim segir.

 

SHARE