Vill vera með stærsta rass í heimi

Natasha Crown (25) vill vera með stærsta rass í heimi. Hún hefur farið í þrjár brasilískar „rasslyftingar“ á 4 árum. Fyrir seinustu aðgerðina þurfti hún að bæta á sig 20 kg til þess að læknirinn hafði nægilega mikla fitu til að taka og sprauta í rasskinnar hennar. Natasha segist hafa lifað á pizzu og Nutella í mánuð fyrir aðgerðina.

Í dag er Natasha, sem býr í Svíþjóð, með um það bil 4,5 kg af fitu í hvorri rasskinn. „Ég segi að því stærra, því betra. Ég ætla aldrei að verða grönn aftur. Ég hef brotið stóla með rassinum, og rúm og fólk. Ég hef alltaf verið öðruvísi og í Svíþjóð vilja allar konur vera grannar. Ég held bara að þau þurfi að sjá hvernig alvöru konur líta út,“ segir Natasha í þættinum Botched.

Fyrir 5 árum síðan ákvað Natasha að hana langaði í stærri rass. Hún fór í ræktina og gerði sitt besta. Hún sá svo að ef hún vildi fá stærsta rass í heimi, þyrfti hún að fara undir hnífinn. Læknarnir tóku fitu af baki hennar, handleggjum og innri lærum til að setja í rassinn á henni.

Natasha sagði: „Eftir fyrstu aðgerðina var ég svo hamingjusöm. Sex mánuðum síðar sagði ég við lækninn minn að ég væri ánægð en ég vildi meira. Við skipulögðum næstu aðgerð og ég vissi að ef ég væri með mikla fitu, gæti ég fengið stærri rass. Svo ég fór að fita mig. Ég elska að borða og bætti á mig 20 kg.“

SHARE