Vill vera „sexý“ þó hún sé 71 árs

Hin 71 árs gamla Keiko Guest frá Georgíu sannar það að aldur er ekkert annað en tala. Hún er TikTok stjarna sem varð fræg á einni nóttu þegar hún byrjaði að birta myndir af sér í þröngum kjólum og á háum hælum.

Sjá einnig: Kim Kardashian og Pete Davidson nýjasta parið?

Keiko segir að hún sé ungleg af því að hún er mjög virk og stundar líkamsrækt af kappi. „Ég er að reyna að sýna fram á að konur geta elst með reisn, en ég fæ rosalega mikið af hatri á samfélagsmiðlum,“ sagði Keiko í viðtali hjá Truly.

Hún lætur ekki deigan síga og ætlar ekki að hætta að birta myndir og myndbönd og við segjum bara „áfram Keiko!“

SHARE