7 bjútí tips

Það þarf ekki að taka marga klukkutíma að líta vel út. Hver hefur tíma til að maka á sig helling af farða og fleira dóti snemma á morgnanna þegar maður þarf að fá sér kaffi, koma börnunum í skólann, gera sig til fyrir vinnu og ýmislegt annað? Hér eru nokkur góð ráð sem auka frískleika

1

Þú skalt drekka meira vatn

 

Drekkur þú nóg af vatni? Ef svo er ekki gæti húð þín verið lasleg og líflaus. Þetta er auðvelt að laga: Drekktu bara meira vatn. Þú skalt hafa flösku á borðinu hjá þér og þá manstu eftir að drekka vatnið og þú ferð að drekka það frekar en kaffi og gos. Og áttaðu þig á því að ef þú ert þyrst ertu sennilega of þurr.

2

Settu á þig svolítið shimmer

Með því að setja svolítið shimmer í innri augnakrókana, á kinnbeinin og á augnbeinið er alveg ótrúlegt hvað fegurð þín blómstrar. Þetta smáshimmer virkar  eins og töfrar og hálpar til að breiða yfir streitu hins daglega lífs.

3

Hresstu þig við með smá spreyi

Hresstu upp á farðann eða vektu húðina með svolitlu spreyi. Sprey er til af allskonar gerðum svo að þú ættir að kjósa það sem hentar þér best. Svolítið sprey getur gert mikið til að glæða húð þína nýju lífi.

4

Sofðu meira

 

Við vitum vel að það er hægara sagt en gert en ef þú ert þreytt er líklegt að þú lítir út fyrir að vera þreytt.  Reyndu að koma þér í rúmið hálf tíma fyrr en þú hefur gert eða jafnvel einum tíma fyrr og forðastu að vera í einhverjum átökum áður en þú ferð að sofa. Það er ekki verið að tala um fegurðarblund fyrir ekki neitt. Blundurinn endurnýjar allan líkamann og þegar maður er vel hvíldur er yfirbragðið allt hraustara að sjá.

5

Frískaðu upp á þig með eye roller

 

Það gefur góða raun til að losna við poka undir augum og bauga að fara með rúllu kringum augun. Svona „Detox Eye Roller“ fást í mörgum lyfjaverslunum.

6

Opnaðu augun

Maskari er besti vinur okkar ef við þurfum að líta sem best út og höfum lítinn tíma. Það er alveg satt að við myndum komast alveg af þó að við hefðum ekkert nema maskara til að hjálpa okkur. Brettu upp á augnahárin svo þau sýnist lengri og settu tvöfalt af maskara á þau. Augun verða ótrúlega falleg.

7

Settu á þig varalit

 

Ef maður hefur lítinn tíma og langar að fríska aðeins upp á sig er snilld að smella bara smá varalit á sig. Það getur verið flott að nota örlítið dökkan lit ef þú hefur lítinn tíma og ert ekki mikið förðuð.

 

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here